BÆR
Samsýning / Group Exhibition

Á listasýningunni BÆR, gefur að líta verk alþjóðlegra listamanna sem komu saman árið 2022 í vinnustaðardvöl á Listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði. Listamennirnir eru þau Barbara Ellmann, Jóna Þorvaldsdóttir, Mike Vos, Katia Klose, Debbie Westergaard Tuepah og Markus Baenziger. Sýningin BÆR, í Listasafni Árnesinga, er eins konar áframhaldandi könnun á þessari upprunalegu vinnustaðardvöl þeirra frá árinu 2022, þar sem varanleg tengsl og ný áhrif mynduðust í verkum hvers og eins listamanns.
Listamennirnir dvöldu saman í tvær vikur á Bæ þar sem ákveðin heild myndaðist á milli þessara ólíku einstaklinga og verka þeirra sem eru eins konar söguþráður og tenging við listasetrið og umhverfi þess á Höfðaströnd. Afraksturinn eru mjög ólík en á sama tíma sam tvinnuð listaverk um einstaka upplifun hvers listamanns af náttúru, menningu og stað.
Ári seinna héldu þau veglega sýningu á Bæ með hluta af þeim verkum sem urðu til á meðan á dvöl þeirra stóð á Bær. Listasýningin BÆR, sem nú verður sett upp í Listasafni Árnesinga, sýnir blöndu af þeim verkum sem voru á fyrri sýningu ásamt nýjum verkum sem listamennirnir hafa þróað með sér út frá dvöl þeirra á Bæ árið 2022. Nýju verkin á þessari sýningu urðu til út frá upplifun þeirra og áhrifum sem þau urðu fyrir á staðnum á meðan á vinnustaðardvöl þeirra stóð.
Hvað tengir saman sex ólíka listamenn, af ólíkum uppruna, sem koma saman í vinnustaðardvöl í sveit í Skagafirði? Það er augljóst að íslenska náttúran hafði mikil áhrif á þau. Hvernig getur þessi reynsla endurómað í listferli þeirra þegar þau snúa aftur í sinn hversdagsleika sinn?
Listamennirnir vinna með fjölbreytta miðla, allt frá ljósmyndun, skúlptúr, innsetningum og málverkum. Í verkum þeirra er sterk tenging við náttúru Íslands, hvort sem um er að ræða ljósmyndirun af íslensku landslagi og formum eða innsetningar og skúlptúra unninum úr náttúrulegu íslensku efni. Hvaða sameiginlega grunn getum við séð í verkum þessara sex listamanna þrátt fyrir ólík efnisstök?
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition
Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews