Brot af hvoru

Jóhanna Hauksdóttir

LG // Litla Gallerý - Jóhanna Hauksdóttir - 2024

Brot af hvoru er heiti sýningar Jóhönnu og markast af viðfangsefni hennar sem er leikur með form gömlu árabátanna ásamt hinar óviðjafnanlegu íslensku fjallasýn og náttúru.

Skúlptúruna kallar hún Fjallabáta, enda eru þeir brot af hvoru. Þetta er fyrsta einkasýning Jóhönnu og teflir hún saman grófum og hrjúfum verkum á móti mjúkum og ljóðrænum og fær þar fram andstæður sem víða má sjá í náttúrunni.

Verkin eru annars vegar unnin úr hábrenndum steinleir sem litaður er með ýmsum litarefnum og glerungum og hins vegar postulíni sem stundum er litað. Til að ná fram þeirri áferð sem hún leitar eftir notar hún einnig ösku og vikur frá eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973 og ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.

Jóhanna útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1987 og leirlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2000. Hún hefur starfað við þroskaþjálfun allan sinn starfsferil og myndlist samhliða því fagi síðustu ár. Myndlistin hefur í tímans rás tekið meira pláss í lífi hennar og hafa leirskúlptúrar á vegg verið hennar helsta einkenni.

Jóhanna er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Áhrif þeirrar miklu nálægðar við náttúruna og atvinnulífið kemur berlega fram í þeim verkum sem nú eru til sýnis í Litla Gallerý en þau eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu..

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 19. september 16:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Fös        20. sept 13:00-18:00

Lau        21. sept 12:00-17:00

Sun        22. sept 14:00-17:00

Fim        26. sept 15:00-18:00

Fös         27. sept 13::00-18:00

Lau         28. sept 12:00-17:00

Sun         29. sept 14:00-17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Jóhanna Hauksdóttir

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

19.09.2024 – 29.09.2024

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur