Chromo Sapiens

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Í Höfuðstöðinni hefur innsetning Hrafnhildar, Chromo Sapiens, fengið aðsetur til frambúðar en verkið var framlag Íslands á Feneyjartvíæringinn 2019. Þá var verkið einnig sett upp í Listasafni Reykjavíkur árið 2020 og var þar ein mest sótta sýning safnsins frá upphafi.  Innsetningin samanstendur af þremur litríkum hellum sem umlykja sjóndeildarhring gesta á meðan tónverk eftir íslensku hljómsveitina HAM hljómar um rýmin. Gestir ganga inn í verkið sem homo sapiens og er boðið að tengjast sínu innra landslagi með örvun skynfæranna, þar sem áfangastaður ferðalagsins er sjálfið. Þegar gengið er út úr verkinu hefur áhorfandinn umbreyst í Chromo Sapiens. 

Listamaður: Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter

Dagsetning:

04.11.2020 –

Staðsetning:

Höfuðstöðin

Rafstöðvarvegur 1a, 110 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðVaranleg sýningSýning

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 18:00
Þriðjudagur10:00 - 18:00
Miðvikudagur10:00 - 18:00
Fimmtudagur10:00 - 18:00
Föstudagur10:00 - 18:00
Laugardagur11:00 - 17:00
Sunnudagur11:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur