Ég er hér
Alda Rose Cartwright
Sýning á silkiþrykk- og grafíkverkum. Yfirskrift sýningarinnar er mantra sem snýst um hugmyndina um að vera til staðar í augnablikinu og tengjast umhverfinu. Hægt er að öðlast þetta ástand án ásetnings í ákveðnum kringumstæðum sem fangar kyrrð tíma og rúms. Yrkisefni verkanna er gróður og önnur náttúruleg mótíf sem virðast dansa á yfirborðinu og birtast sem táknmyndir sem marka ákveðin augnablik, staði eða andrúmsloft. Endurtekið form pýramídans minna á vörðuna, haugur af steinum reist sem kennileiti eða minnisvarði sem setur mark á söguna.
Alda Rose Cartwright er fædd í Kaliforníu en búsett í dag á Íslandi. Hún útskrifaðist frá The Academy of Art University í San Francisco með BFA í grafík og málun árið 2008. Alda hefur sýnt verk sín víða, m.a. á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu.
Listamaður: Alda Rose Cartwright