Else
Joe Keys
Á sýningunni Else má sjá nýja skúlptúra sem unnin hafa verið undanfarin ár. Verkin eru búin til úr afgöngum og fundnum efniviði, einfaldar hugmyndir unnar með því að safna, raða og skipuleggja. Einstakir skúlptúrar hafa sín blæbrigði en eru agnir og merki í stærri samsetningu sýningarinnar. Í tilefni sýningarinnar Else kemur út vandað bókverk eftir Joe og verður því jafnframt fagnað í Kling & Bang.
Listamaður: Joe Keys