Endurkoman

Anna Hallin, Olga Bergmann

Endurkoman, Anna Hallin & Olga Bergmann

„Endurkoman” sækir innblástur í 5000 ára gömul mesópótamísk augnskurðgoð sem uppgötvuðust við fornleifauppgröft í Tel Brak í Sýrlandi rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari og ólíkar hugmyndir um uppruna þessara skurðgoða og hlutverk. Verkið fjallar um tilfærslur í tíma, staðsetningu og menningu með vísbendingum í anda fornleifauppgraftar þar sem nýju ljósi er varpað á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna.

„Endurkoman“ kallast á við verkið „Missing Time“ sem Olga og Anna sýndu á norræna tvíæringnum Momentum 9 - Alienation í Noregi árið 2017. Heimspekingurinn Michel Foucault notaði aðferðir fornleifafræðinnar til að sýna fram á að nútíminn væri afleiðing fortíðarinnar en sú fortíð er aðeins skráð að hluta. Þetta skráningarferli byggir á útilokunarkerfi sem ræður því hvað kemst inn í mannkynssöguna. Það sem ekki passar í kerfið er útilokað frá skrásetningu, sem gerir söguna götótta og opnar fyrir skáldskap. Skáldskapurinn fyllir upp í þessi göt og býr til möguleika á að horfa á söguna frá nýju sjónarhorni.

 Olga og Anna hafa frá árinu 2005 unnið fjölda verka og verkefna í sameiningu. Um er að ræða myndlistarsýningar heima og erlendis, til dæmis í Listasafni Íslands, Kling og Bang Gallerí, Safnasafninu, í Listasafni Einars Jónssonar og á norræna tvíæringnum Momentum í Moss í Noregi. Auk þess hafa þær unnið verk fyrir opinbert rými, bæði tímabundin verk í formi innsetninga innandyra og úti og verk fyrir almenningsrými og opinberar byggingar sem dæmi má nefna útilistaverk fyrir fangelsið á Hólmsheiði og verk fyrir þjónustubyggingar Kirkjugarða Reykjavíkur í Gufuneskirkjugarði. Tengsl manns og náttúru og sameiginlegur áhugi þeirra á snertiflötum vísinda og lista menningarsögu og skáldskapar eru grundvallarstef í samstarfsverkefnum þeirra. Þær skoða þetta samspil í samhengi við söguna og samtímann en ekki síst mögulegar birtingarmyndir þessara tengsla í framtíðinni.

Listamenn: Anna Hallin, Olga Bergmann

Dagsetning:

18.04.2025 – 15.06.2025

Staðsetning:

Höggmyndagarðurinn

Nýlendugata 17a, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5