Flæðarmál

Jónína Guðnadóttir

Jónína-Guðnadóttir-Meradalir

Jónína Guðnadóttir hefur um árabil verið í framvarðarsveit íslenskra leirlistamanna og vakti snemma athygli fyrir einstaka nytjahluti. Hún hefur jafnframt þróað sjálfstætt myndmál í listaverkum sem bera þekkingu hennar á leirnum gott vitni um leið og einstakt formskyn og hugmyndauðgi eru áberandi. Ferill Jónínu hófst upp úr miðjum sjöunda áratugnum en þá hafði hún lagt stund á myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík og framhaldsnám í leirlist við Konstfack í Stokkhólmi. 

Frá því að Jónína hélt sína fyrstu einkasýningu í Unuhúsi árið 1968 hafa verk hennar verið sýnd víða bæði hér heima og erlendis. Verk hennar hafa jafnframt verið sýnd reglulega í Hafnarborg síðustu áratugi. Þá spannar yfirlitssýningin Flæðarmál allan feril Jónínu, þar sem sýnt verður úrval af verkum listakonunnar, allt frá nytjahlutum sem hún vann á fyrstu árunum eftir útskrift til verka sem unnin voru á síðastliðnu ári.  Samhliða sýningunni kemur svo út innbundin og ríkulega myndskreytt sýningarskrá með grein eftir sýningarstjórann og listfræðinginn Aðalheiði Valgeirsdóttur.

Listamaður: Jónína Guðnadóttir

Sýningarstjóri: Aðalheiður Valgeirsdóttir

Dagsetning:

13.01.2024 – 29.04.2024

Staðsetning:

Hafnarborg

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 17:00
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur12:00 - 17:00
Sunnudagur12:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5