Vísar
Þór Sigurþórsson

Sýnd verða ný verk eftir Þór Sigurþórsson þar sem óvæntar tengingar myndast þvert á tíma og rúm. Þá eru hversdagslegir hlutir og efni sett í nýtt samhengi í meðförum listamannsins. Efniviðurinn er oft og tíðum fundnir hlutir sem hafa sterka vísun í endurtekningu, hringrás og tíma: hlutir eins og tjaldhælar og klukkuvísar, sem virðast kunnuglegir en eru um leið framandlegir í nýju hlutverki.
Listamaður: Þór Sigurþórsson