Flóð

Jónsi

FLod-jonsi-Listahatid-rvk

Verk Jónsa eru hvert um sig heill heimur þar sem rými, hljóð, ljós og ilmur mynda órofa heild. Náttúran er í öndvegi, allt í senn sem viðfangsefni og efniviður. Jónsi sækir hughrif í ferli eins og sjávarföll og veðrun en einnig í öndun og flæði líkamans. Verkin eru manngerð en virkni þeirra á áhorfendur er óræð og marglaga, rétt eins og upplifun okkar af náttúru. Þau höfða til ólíkra skynfæra og kalla fram djúpa tengingu manns og umhverfis, hér og nú, í viðstöðulausri hringrás. Undir yfirborðinu ólga kraftar sem geta brotist fram og hellst yfir okkur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Jónsi (Jón Þór Birgisson) kom fyrst fram á sjónarsviðið sem forsprakki hljómsveitarinnar Sigur Rósar en hefur undanfarna tvo áratugi unnið þvert á listmiðla. Sem myndlistarmaður hefur hann m.a. haldið einkasýningar í Museum of Old and New Art (MONA) í Tasmaníu, Norræna safninu, Seattle og Art Gallery of Ontario, Toronto. Hann hefur undanfarin ár búið í Los Angeles, Bandaríkjunum.

Listamaður: Jónsi

Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson

Dagsetning:

01.06.2024 – 08.09.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningListahátíð í ReykjavíkHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið alla daga: 10:00 – 17:00

Fimmtudagar opið til kl. 22:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5