Flótti undan eldgosi

Ásgrímur Jónsson

Flótti undan eldgosi - Ásgrímur Jónsson

Eldgos voru Ásgrími Jónssyni (1876–1958) hugleikin, sem og flótti undan náttúruhamförum, eins og fjölmörg varðveitt myndverk tengd þessum viðfangsefnum bera vitni um. Elstu ársettu verkin eru frá 1904 en flestar eldgosamyndanna voru unnar á tímabilinu 1945–1957. Til þeirra teljast um 50–60 myndir, stór málverk, vatnslitamyndir og fjöldi teikninga sem margar eru frumdrög að málverkunum. Iðulega sýna þessar myndir óttaslegið fólk og skepnur í forgrunni á flótta undan eldgosi sem sést í bakgrunni. Ringulreið ræður ríkjum og ýtir magnað litaspil undir skelfinguna sem Ásgrímur túlkar í þessum verkum. Barn að aldri upplifði Ásgrímur eldgos í Krakatindi austan Heklu og meðfylgjandi jarðskjálfta. Í endurminningum sínum talar hann um að í kjölfarið hafi hann gert sér grein fyrir að háski og hrikadýrð sé samferða lífinu á þessari jörð. Síðar upplifði hann gos í Heklu, Kötlu og Eyjafjallajökli en Kötlugosið 1918 telst helsta uppspretta eldgosamynda hans auk þess sem frásagnir af eldri náttúruhamförum hafa vafalítið haft áhrif á hann. Á fjórðu hæð Safnahúsins er lítil vatnslitamynd af eldgosi á Sikiley frá árinu 1908 en í æviminninginum sínum segist Ásgrímur hafa byrjað á eldgosamyndum veturinn sem hann dvaldist á Ítalíu árið 1908.

Listamaður: Ásgrímur Jónsson

Dagsetning:

12.01.2024 – 14.04.2024

Staðsetning:

Safnahúsið

Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 17:00
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5