Viðnám-samspil myndlistar og vísinda

Samsýning / Group Exhibition

Viðnám

Viðnám er sýning fyrir börn á öllum aldri, þar sem samspil myndlistar og vísinda er í brennidepli. Orðið viðnám getur í daglegu tali þýtt mótspyrna eða andstaða en einnig er orðið notað í sértækri merkingu á sviði eðlisfræði. Þar er það samheiti fyrir rafmótstöðu, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám vísar því til leiðni og, í yfirfærðri merkingu, til möguleika okkar á því að láta gott af okkur leiða, til mynda með því að nota myndlistina sem stökkpall fyrir umræður um ólík málefni, svo sem hlýnun jarðar og baráttuna gegn loftslagsbreytingum.

Á sýningunni er leitast við að draga fram tengingar á milli listaverkanna og orðræðunnar um sjálfbærni eða sjálfbæra þróun, sem er ofarlega á baugi í samfélaginu. Þá gefa verkin okkur tækifæri til að spyrja spurninga um tilveruna, náttúruna og heiminn, svo sem hvernig fólk kýs að lifa lífinu og hvaða áhrif við getum haft. Til að skapa forsendur fyrir góðu lífi þarf að hlúa að fjölmörgum þáttum og ekki síður samspili þeirra. Að lifa lífinu á þann hátt að maður njóti lífsgæða án þess að skerða lífsgæði annarra er lykillinn að sjálfbærni.

Myndlist vekur áleitnar spurningar og getur breytt því hvernig við lítum á heiminn. Í Safnahúsinu er fjölbreytt úrval verka úr safneign Listasafns Íslands sem skoða má í nýju samhengi vísinda og hugmynda um sjálfbærni. Gestir eru hvattir til þess að hugsa um eigin reynslu og upplifun af verkunum. Myndlistin getur hreyft við okkur á óteljandi vegu, hjálpað okkur að sjá hlutina í nýju ljósi og ýtt undir vilja fólks til að taka þátt í að umbreyta samfélaginu í átt að sjálfbærri framtíð, að veita ríkjandi ástandi viðnám.

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjóri: Ásthildur Jónsdóttir

Dagsetning:

03.02.2023 – 26.03.2028

Staðsetning:

Safnahúsið

Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 17:00
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5