Fölbjartur skærdjúpur

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Listval 2024-Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir-Fölbjartur skærdjúpur

Í verkum sínum skoðar listakonan gjarnan birtingarmyndir kerfa, hvernig einstaklingurinn er undir áhrifum þeirra, en um leið mótar þau og virkjar í eigin þágu. Á sýningunni FÖLBJARTUR SKÆRDJÚPUR má sjá samtal litríkra, ofinna málverka sem eru í senn kerfisbundin og sett fram til að glæða skilningarvit áhorfandans. Þessi innbyggða tvíhyggja verkanna, efnis og anda, kerfis og skynjunar, marka endurtekið stef innan rannsóknarsviðs listakonunnar sem leikur sér gjarnan að því að skoða þá togstreitu og í raun þá þversögn sem einkennir blæbrigði mannlegrar tilveru. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins. Verk Ingunnar hafa verið sýnd víða í söfnum og galleríum bæði innanlands og erlendis. Þar ber helst að nefna einkasýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Cuxhavener Kunstverein. Ingunn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Cluj safninu í Rúmeníu og tvíæringnum Prag 5 í Tékklandi. Á ferli sínum hefur Ingunn hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar. Árið 2022 var hún handhafi verðlauna úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur sem árlega er veittur framúrskarandi listakonu.

Listamaður: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Dagsetning:

29.08.2024 – 21.09.2024

Staðsetning:

Listval

Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5