Frjáls vilji
Hemn A. Hussein
Hemn hefur verið að prófa sig áfram sem listamaður til að uppgötva sinn stíl. Listaverkin hans eru abstrakt og súrrealísk, hann skapar þau með rúmfræði í fyrirrúmi. Hann nýtir abstrakt til að kynna frávik frá raunveruleikanum þegar hann byggir verkin sín. Hann skapar óraunverulegar persónur með verkum sínum með hjálp rúmfræði. Hemn fær áhorfendur til að túlka listaverkin með sínum eigin hugsunum og tilfinningum. Verk Hemn eiga það til að brjóta niður grunnsköpun verksins þar sem hún er fremur grunnkristölluð í viðleitni og breytir föstu efni í orku og tilgang. Sem er sannleikur allrar sköpunar! En til að kynnast sannleikanum þarf mikill vilji að vera til staðar. Þess vegna heitir sýningin „Frjáls vilji“ Hemn A. Hussein er kúrdískur þverfaglegur listamaður frá suðurhluta Kúrdistans með BA Í enskri heimspeki og M. gráðu í félagsvísindum/ alþjóðasamskiptum. Listsköpun hans margmagnast með komu hans til Íslands árið 2020 sem hælisleitandi. Síðan þá hefur hann verið í samstarfi með íslenskum og erlendum stofnunum með ýmis listaverkefni. Til dæmis sýnt málverk, leiksýningar, listgjörninga og kvikmyndir. Hemn mun halda áfram að kynna sýna list hvort sem það er erlendis eða hér á Íslandi þar sem hann á heima. Sýningaropnun verður fimmtudaginn 25. júlí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir! Aðrir opnunartímar: Föstudagur 26. júlí 13:00 - 18:00 Laugardagur 27. júlí 12:00 - 17:00 Sunnudagur 28. júlí 14:00 - 17:00 Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.
Listamaður: Hemn A. Hussein
Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson