fyrirgef mér námslánin mìn
Una Gunnarsdóttir
Verid hjartanlega velkomin á sýningaropnun mìna, sem er yfirlitssýning light. Þar verða til sýnis
olìumálverk sem unnin hafa verið á sìðasta áratug, rùmlega, og ég tengi saman sýningu við þann áfanga að verða fertug og vil gjarnan sjónrænt lìta tilbaka áðuren blikið festist alveg á framtìðinni.
Sýningin ber heitið fyrirgef mér námslánin mìn og er tilvìsun ì fyrirlestur hjá Judith Butler (sem ég hef reyndar ekki hlustað á en bara lesið mér til um og ku Butler vera ad velta fyrir sér hugmyndinni um fyrirgefningu og hvernig best sé að aftenga huglægt peningaskuldir frá samfélagslegri sektarkennd, í samhengi við aukningu á skuldum námsmanna og húsanædislanum síðustu ára)
Þessi verk eru ótengd, frá handraðanum, og voru unnin voru fyrir mismunandi viðburði og verkefni en tengjast þó vissulega, þar sem málverkin voru gerð ì persónulegu flæði innan ákveðins tìmaramma, ì frekar nálægum nùliðnum samtìma. Málverkin voru máluð á tímabili sem ekkert eitt orð gæti mögulega náð yfir, ef ég ætti að lýsa því sem bragði: Dass af Weimar Republik, hversdags decadence, Island tvisvar sinnum nýlenda, tilfinningaræði, populista bræði, ég vill þú hlustir á mig, afsakið biturleikan og fyrirgefmér námslánin, ég þrái bara lýðræðislega virðingu.. ég samt dýrka dálætis strögglið.
Hvernig er svo eiginlega hægt að skapa list ef það eru engir áhorfendur?
Ef engin sá eða upplifði atburðin, gerðist þá raunverulega eitthvað? Það er mjög þversagnakennt hlutverk samtímalista að reyna að stugga við þessari eilífu þörf manneskjunar að þurfa setja sjálfa sig í miðju alls, vera veran sem allt snýst um, því list er svo sannarlega algerlega bundin við upplifanir okkar af efnisheiminum og þannig óneitanlega mjög háð því að vera efnisgerð og meðtekin af áhorfendum. Okkar upplifanir eru upphaf og endir veruleikans, þess veruleika sem við þekkjum og deilum (um).
Una Ástu Gunnarsdóttir 1985 er fædd og uppalin ì miðborg Reykjavìkur. Hùn hefur frá 2007 verið mikið bùsett ì Danmörku. Lærði stuttlega hùsamálun ì tækniskólanum áðuren hùn fékk ingöngu ì kunstakademiet ì Kaupmannahöfn.
Una er fjölhæfur listmálari með sterka fræðilega og listrænan bakgrunn sem spannar myndlist,
heimspeki, þýðingarfræði og skrúðgarðyrkju. Hún lauk MFA-gráðu frá Det Kongelige Danske
Kunstakademi í Kaupmannahöfn árið 2017, með áherslu á listmálun og heimspeki. Una hefur
haldid þátt í fjölmörgum sýningar reglulega. Á meðal nýlegra sýninga eru einkasýning í AAAA
Galleri í Kaupmannahöfn (2022 og 2024) og samsýningar í Fyrirbæri í Reykjavík (2023). Verk
hennar hafa verið keypt af Statens Kunstfond og Kaupmannahafnarborg, auk þess sem hún hefur hlotið styrki frá A.P. Møllers Fond og Dansk Tennisfond. Hún var tilnefnd til EXTRACT Young Art Prize árið 2017 í Gl. Strand, Kbh.
Una vinnur jafnhliða list sinni sem þýðandi og hefur einnig sinnt kennslu og samfélagsverkefnum.
Verk hennar endurspegla fjölbreyttan bakgrunn og áhuga á list, menningu og samfélagi. Með
einstökum listrænum stíl og áherslu á samspil listar og lífs hefur Una skapað sér sérstöðu sem
myndlistarmaður bæði hérlendis og erlendis.
Listamaður: Una Gunnarsdóttir