Glossolalia
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Ásta Fanney Sigurðardóttir listakona verður með gjörning í Eldborgarsal Hörpu á Myrkum músíkdögum föstudaginn 24. janúar kl. 21:00. Á vef Hörpu segir að Ásta Fanney bjóði til upplifunar sem dansi á mörkum tónlitar, hljóðlistar, skáldskapar, gjörnings og innsetningar í verki sem ber heitið Glossolalia. Verk Ástu Fanneyjar eru tilraunakennd og uppfull af leikgleði. Hún leikur sér með væntingar og veruleika og hugmyndir okkar um hversdagsleikann. Ásta Fanney Sigurðardóttir hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringinn í myndlist árið 2026. Ljósmyndina af Ástu Fanneyju tók Sandijs Ruluks.
Listamaður: Ásta Fanney Sigurðardóttir