Hamflettur

Sigga Björg Sigurðardóttir, Mikael Lind

Myndbandsinnsetning Siggu Bjargar Sigurðardóttur er unnin sérstaklega fyrir sýninguna en hún vinnur jöfnum höndum að hlutbundnum og óhlutbundnum teikningum á pappír, málar og teiknar beint á veggi. Hún hefur skapað fjölmörg myndbandsverk er byggja á stop-motion tækni þar sem hver rammi hreyfimyndarinnar er handteiknaður. Hljóðheimur innsetningarinnar er unninn af tónlistarmanninum Mikael Lind. Í verkum Siggu Bjargar mætast gjarnan skrautlegar kynjaverur og litríkur hliðarheimur, sem gefur til kynna að skynjunarvíddirnar séu fleiri en fimm og veita innsýn í magík og möguleika okkar til að vefa saman flóknari raunveruleika-mynstur en við könnumst sjálf við, og þræða okkur þannig eftir ófyrirsjáanlegum leiðum inn í framtíðina.

Listamenn: Sigga Björg Sigurðardóttir, Mikael Lind

Dagsetning:

02.03.2024 – 25.08.2024

Staðsetning:

Listasafn Árnesinga

Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland

Merki:

SuðurlandSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Jún – ágú. Opið daglega: 12 – 17

Sep – maí. Þri – sun: 12 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5