Haminn neisti

Ragnhildur Weisshappel

Haminn neisti Ragnhildur Weisshappel

Ragnhildur Weisshappel sýnir ný verk unnin úr sykurmolum og gifsi. Á sýningunni teflir Ragnhildur saman að því er virðist handahófskenndum munum og hlustar á þá af titrandi þolinmæði. Hálf-mekanísk nákvæmni, tilraunakenndur ófullkomleiki, leifar á stalli og tilviljanir er meðal þess sem lýsir listsköpun Ragnhildar Weisshappel. Hún veltir vöngum um ólík sjónarmið, ólíkar leiðir og dvelur í möguleikunum. Ragnhildi tekst að virkja ímyndunarafl áhorfandans til að sjá ótæmandi möguleikana og upplifa frelsið í þeim. Titill sýningarinnar vísar í ferlið þegar listamaðurinn kemur hugmynd í einhverskonar form og þarf að halda sér við efnið.

Ragnhildur Weisshappel (f. 1989) nam myndlist á Íslandi og Frakklandi. Hún vinnur í ýmsa miðla og notar þá sem tæki til að þýða úr einu í annað. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands og utan. Sýningin Haminn neisti er þriðja einkasýning hennar. Ragnhildur býr og starfar í Svarfaðardal.

Listamaður: Ragnhildur Weisshappel

Dagsetning:

29.03.2024 – 01.06.2024

Staðsetning:

Listasafn Ísafjarðar

Safnahúsið, Eyrartúni , 400 Ísafjörður, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 17:00
Þriðjudagur12:00 - 17:00
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur