Hendi næst

Ásmundur Sveinsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Arna Óttarsdóttir, Árni Jónsson, Carissa Batkay, Elísabet Brynhildardóttir, Hildur Bjarnadóttir, Klemens Hannigan, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigurrós G. Björnsdóttir, Sindri Leifsson

At hand - cur. Becky Forsythe - Ásmundarsafn

Á þessari samsýningu mætast verk Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og samtímalistamanna sem skapa myndverk með eigin höndum og nýta rótgrónar handverkshefðir við listsköpun sína. Sýningin endurspeglar vaxandi áhuga samtímalistamanna sem og áhorfenda á handverki en jafnframt verður horft til baka til þess að gera grein fyrir því hvernig arfleifð Ásmundar Sveinssonar endurómar í framúrstefnulegri tjáningu samtímans. Afturhvarf til handverks má líta á sem andsvar við löngu tímabili konseptlistar, rannsóknamiðaðrar listar og annarra huglægra áherslna í samtímalist, en einnig sem viðbragð við stafrænum veruleika þar sem flest svið mannlífsins hafa færst yfir á vettvang sem er allt annað en fastur í hendi.

Handverk er tengt við gerð hluta sem hafa notagildi, eitthvað sem þú getur klæðst, borðað eða drukkið úr. Áður fyrr var handverk álitið veigaminna listform en málverk og skúlptúr því hlutirnir sem gerðir voru gegndu hlutverki tengt heimilinu. Þetta voru líka skapandi hefðir kvenna sem stóðu höllum fæti gagnvart körlum og þóttu lægri í valdastiganum. Á tuttugustu öld urðu mörkin milli listar og handverks óljós, sérstaklega í kjölfar listastefnu eins og Bauhaus, þar sem listamenn fóru að gera tilraunir með handverksaðferðir í listsköpun sinni. Í dag nota samtímalistamenn handverk óhikað í listsköpun sinni. Þeir leita nýstárlegra og óvæntra leiða í handverksaðferðum og gera hina aldagömlu umræðu um aðskilnað handverks og listar úrelta.

Ásmundur var alinn upp á bóndabæ í Dölunum þar sem hann lærði margt sem unnið var venju samkvæmt á bæjum. Hann var handlaginn og flinkur teiknari, með skólun og reynslu óx honum færni og útsjónasemi sem nýttist honum við sköpun verka sinna. Ótrúlegt er að skoða hverju hann áorkaði, mótun skúlptúra í leir, gifs, steinsteypu og tré, stækkun listaverka úr smáum skissum í stærðar útiskúlptúra, gerð flókinna verka úr fundnu efni, sem og smíði eigin íbúðar- og vinnuhúsnæðis. Í mörgu má sjá snilldarhandbragð og leikni í handverki, en samhliða því alls kyns frumlegar reddingar.

Listamenn: Ásmundur Sveinsson, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Arna Óttarsdóttir, Árni Jónsson, Carissa Batkay, Elísabet Brynhildardóttir, Hildur Bjarnadóttir, Klemens Hannigan, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigurrós G. Björnsdóttir, Sindri Leifsson

Sýningarstjóri: Becky Forsythe

Dagsetning:

17.02.2024 – 01.09.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn

Sigtún , 104 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Maí – sep. Opið daglega: 10 – 17

Okt – apr. Opið daglega: 13 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur