Hreyfanlegar línur, formlaus orð
Patricia Carolina

Munnurinn fyllist friðlausum línum.
Ég var snákur með tvær, þrjár, fimm tungur–
orð sem dreymir um að verða.
Patricia Carolina er fædd og uppalin í Mexíkó en lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2019 og MFA gráðu frá Kunsthøgskolen i Oslo 2022. Í gegnum myndbandsverk, texta og textíl rannsakar hún mótsagnir, möguleika og pólitík úrgangs og vatns. Sköpunarferli hennar hverfist oft á tíðum um tilvísanir í heimilið og þéttbýli og tengist hugmyndum um tungumál, sorg og vöxt. Carolina er búsett í Mexíkóborg og Osló og er virkur meðlimur „Verdensrommet“, gagnkvæmu stuðningsneti listamanna í Noregi sem eiga rætur að rekja utan Evrópusambandsins/EES. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd í Kunstnernes Hus (NO), Nýlistasafninu (IS), KOIK Contemporary (MX), SP-Arte (BR), Y Gallery (IS), Norræna Húsinu (IS) og K4 (NO).
Listamaður: Patricia Carolina