Hreyfanlegar línur, formlaus orð

Patricia Carolina

Hreyfanlegar línur, formlaus orð, Patricia Carolina, 2024

Munnurinn fyllist friðlausum línum.

Ég var snákur með tvær, þrjár, fimm tungur–

orð sem dreymir um að verða. Patricia Carolina  er fædd og uppalin í Mexíkó en lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2019 og MFA gráðu frá Kunsthøgskolen i Oslo 2022. Í gegnum myndbandsverk, texta og textíl rannsakar hún mótsagnir, möguleika og pólitík úrgangs og vatns. Sköpunarferli hennar hverfist oft á tíðum um tilvísanir í heimilið og þéttbýli og tengist hugmyndum um tungumál, sorg og vöxt. Carolina er búsett í Mexíkóborg og Osló og er virkur meðlimur „Verdensrommet“, gagnkvæmu stuðningsneti listamanna í Noregi sem eiga rætur að rekja utan Evrópusambandsins/EES. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd í Kunstnernes Hus (NO), Nýlistasafninu (IS), KOIK Contemporary (MX),  SP-Arte (BR), Y Gallery (IS), Norræna Húsinu (IS) og K4 (NO).

Listamaður: Patricia Carolina

Dagsetning:

06.09.2024 – 28.09.2024

Staðsetning:

Associate Gallery

Köllunarklettsvegur 4, 104 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu og eftir samkomulagi

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur