List er okkar eina von!
Samsýning / Group Exhibition

Sýningin List er okkar eina von! státar af nýjum aðföngum, innkaupum og gjöfum, eftir núlifandi konur. Á sýningunni má sjá verk kvenna áöllum aldri, unnin í ýmsa miðla og með tilvísanir í ólík viðfangsefni. Sýnd eru verk úr veglegri gjöf Gjörningaklúbbsins til safnsins, auk verka sem hafaverið keypt á síðustu fimm árum.
Listasafn Reykjavíkur heldur utan um 17 þúsund færslur í safnskrá sinni og
þar hallar verulega á hlut kvenna. Á þessu eru ýmsar skýringar, stofn
safneignar var í upphafi að mestu verk karla en safnið varðveitir þrjú
yfirgripsmikil einkasöfn karla og eins voru innkaup fyrr á tímum karllæg.
Síðustu ár hefur orðið vitundarvakning, bæði hvað varðar safneignina og
sýningadagskrána. Unnið hefur verið markvisst að því að rétta hlut kvenna í
sögu og samtíma með átaki í aðföngum, rannsóknum og miðlun.
Auk Gjörningaklúbbsins eru verk eftir fjölmargar valinkunnar listakonur á
sýningunni - þeirra á meðal eru Anna Hallin, Anna Hrund Másdóttir, Auður Lóa
Guðnadóttir, Edda Jónsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir
Hjörvar, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Ingibjörg
Sigurjónsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir
Hjördísardóttir, Kristín Morthens, Margrét H. Blöndal, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Una Björg Magnúsdóttir, Una Margrét Árnadóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.
Bogarstjórinn í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir opnar sýninguna.
Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Kynningarmynd sýningar: Þórdís Aðalsteinsdóttir, Kapall, 2023.
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition
Sýningarstjóri: Ólöf K. Sigurðardóttir