Listamannaspjall: Upphaf - Innhaf - Úthaf kl. 20:30

Chroma

Upphaf - Innhaf - Úthaf

Á sýningunni má meðal annars sjá ný verk en þau hafa þróast frá upphafi ferils en halda þó sínum sérkennum, einkennandi sterkum litum, kontrast, andstæðum og flæði. Í verkunum birtist hið frjálsa flæði sem einkennir verk listamannsins, hið gleðilega sköpunarstarf og kraftur innri veraldar og ytri heima. Flæðandi form, litagleði og nú fossandi listasamspil í samtali við vatnsflauminn og þyngdaraflið koma við sögu á sýningunni.

Verkin eru expressíf og formin minna stundum á lífverur og frumur. Hringformið kemur oft fyrir á mismunandi vegu. Við upphaf ferils listamannsins var fókusinn á ytri heima á borð við landslag og portrett, gjarnan í litsterkum expressivum stíl en landslagið liðaðist loks smám saman í sundur og úr urðu semiabstrakt og abstrakt flæðandi verk. Portrettið hefur komið við sögu og fylgir gjarnan með á einn eða annan hátt. Nú er nýtt upphaf og mun framtíðin leiða í ljós hvert sköpunin stefnir. Listamaðurinn leyfir listinni áfram að flæða í skapandi gleði.

Um listamanninn:

Chroma fæddist í Kaupmannahöfn og ólst þar upp fyrstu árin og síðar í París og loks Reykjavík. Chroma stundaði nám við listaakademíu Ítalíu í Róm, Accademia di belle arti, og útskrifaðist þaðan í listmálun (pittura) með hæstu einkunn og láði. Chroma hefur verið heilluð af litum frá barnæsku og er einnig með mastersgráðu í listfræði með lokaritgerð á sviði merkingafræði lita / merkingarfræði hins sjónræna. Chroma hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hérlendis og á Ítalíu. Nánari upplýsingar um listamanninn má finna á vefsíðu Chroma www.choma.blue.

Listamaður: Chroma

Dagsetning:

25.01.2024

Staðsetning:

Fyrirbæri

Ægisgata 7, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginViðburðurFimmtudagurinn langiEnginn aðgangseyrirHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Lau: 13:00 – 16:00 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5