Mörk / Innan marka
Fríða Katrín Bessadóttir
Verið velkomin að mörkum tungumálsins.
Samkvæmt orðabók geta Mörk þýtt þrennt, mælieining fyrir þyngd/250 grömm, skógur/opið svæði á landi, víðavangur, bersvæði eða það sem greinir eitthvað tvennt í sundur.
Einnig má skoða mismunandi fallbeygingar og tengiorð markar sem má mynda allt aðra merkingu. Er þá ekki einungis hið bókstafleg merking orðsins í forgrunni heldur er það orðaleikurinn. Orðaleikurinn gefur okkur kleift að leika okkur með tungumálið sem er akkúrat sem gerir íslenskuna svona áhugaverða. Er þá hægt að vinna með orðið til hins óendanlega.
Með málverkum og skúlptúrum leikur Fríða Katrín sér með tungumálið. Með hvössum brúnum og skýrum pensla strokum gefur hún tengingu við skýrleika k-sins í mörkunum.
Fríða Katrín útskrifaðist úr Myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Starfar hún sem myndlistarkennari við Myndlistarskóla Kópavogs ásamt því að vera partur af KANNSKI gallery sem samfélagsmiðlastjóri.
Í listinni hefur hún lagt áherslu á gjörninga og tengsl þeirra við sviðslist. Verkin hafa þá fjallað um samspil raunveruleikans og skáldskapar, þá úr persónulegu raunheimi listamanns og annarra í kringum hana sem hún svo setur í aðra mynd til þess að blekkja áhorfendur eða fá þá til þess að fylla í eyðurnar. Hún hefur ekki einungis dvalið í gjörðinni heldur hefur hún unnið með ólíka miðla, málverk, skúlptúra, innsetninga, búninga og handritaskrif.
Í haust mun hún feta nýja braut MA náms í Sitges, Barcelona þar sem hún mun læra “Creative performance Practice (Acting)”, eða Sviðslist- Leikarann.
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 4. júlí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 5. júlí 13:00 - 18:00
Laugardagur 6. júlí 12:00 - 17:00
Sunnudagur 7. júlí 14:00 - 17:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.
Listamaður: Fríða Katrín Bessadóttir
Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson