Murr
Samsýning / Group Exhibition

Murr er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna þar sem sjónum er beint að áráttukenndum vinnuaðferðum í myndlist; endurtekningum, reglum og ofureinbeitingu. Á sýningunni verða ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna. Verkin endurspegla mikla breidd í inntaki, þar sem glímt er sjálfsævisöguleg viðfangsefni, djúpstæðan sársauka, geðrof og firringu, samhliða ljóðrænu hversdagsins, endurtekningum og ryðma í daglegum rútínum, óhlutbundnum formum og kerfum. Verkin eru unnin í fjölbreytta miðla; málverk, teikningar, vídeóverk og gjörningar.
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition
Sýningarstjóri: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir