Rosabaugur

Jasa Baka

Flest okkar líta á rosabaug, þar sem regnbogi umhverfist í kringum sólina, sem náttúrufyrirbæri. Forngrikkir töldu hins vegar að rosabaugur væri slóðin eftir hunda Seifs þar sem þeir ferðuðust yfir himinhvolfið - því er líklegt að heitið “Sun Dog” sé komið þaðan. Indíánar trúa því að rosabaugur gefi til kynna nærveru andlegs verndara - að efnisleg og andleg svið séu að renna saman í eitt og að gáttir að annarrar vídd séu að opnast. Aðrir menningarheimar trúa því að rosabaugur sé einhverskonar verndarskjöldur og enn aðrir trúa því að um sé að ræða skilaboð að handan og að rosabaugurinn gefi tækifæri til þess að dýpra inn í sjálfið.

Jasa Baka trúir á náttúruvætti (Animism) - að allir hlutir séu lifandi og búi yfir lífskrafti og orku. Hún leitast við að gefa áhorfandanum tækifæri til að finna fyrir og kynnast þessu einstaka náttúrufyrirbæri þegar gáttir rosabaugsins opnast og tækifæri gefst þess að koma jafnvægi á ljósið og myrkrið sem hrærist innra með okkur. Afraksturinn má sjá myndgerast á sýningunni.

Með listsköpun sinni, leitast Jasa Baka við að skapa rými fyrir dulspekilega glettni, líflegar undraverur og náttúrutöfra. Þannig opnar hún gáttir inn í ólíka menningarheima og goðafræðilegar pælingar. Hún vinnur til að mynda verk út frá ósjálfráðum teikningum og málverkum sem eru hluti af löngu ferli og farsælu samstarfi við verur úr andaheimum sem og tilraun til að tengjast efnisheimum undirmeðvitundarinnar. Hún bræðir saman erkitýpur og náttúrufyrirbæri ásamt eigin persónum sem spretta oft upp úr hinu heilaga kvenlega hlutverki. Verurnar í verkum hennar hafa til að bera ákveðinn krúttleika sem er mikilvægur eiginleiki þegar miðla þarf orkunni sem þær innihalda.

Listamaður: Jasa Baka

Dagsetning:

06.04.2024 – 28.04.2024

Staðsetning:

Menningarhúsið Berg

Goðabraut 2, 620 Dalvík, Iceland

Merki:

NorðurlandSýningEnginn aðgangseyrirHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur11:00 - 17:00
Þriðjudagur11:00 - 17:00
Miðvikudagur11:00 - 17:00
Fimmtudagur11:00 - 17:00
Föstudagur11:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5