Silfurgjá
Guðrún Marta Jónsdóttir
Kling & Bang býður upp á tvöfalda sýningu myndlistarfólks af sitt hvorri kynslóðinni en verk beggja eiga sér sterka tengingu við Ameríku. Um er að ræða sýningu Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur, Silfurgjá og sýningu Magnúsar Sigurðarsonar Óþægileg blæbrigði - Gleðisögur af Depurð og Dauða.
Sýning Guðrúnar Mörtu, Silfurgjá, varpar nýju ljósi á gamla sögu og þræðir óvænta vegu gegnum pólitík og dægurmenningu Ameríku og Íslands um miðja síðustu öld. Með húmor, leiklist og harmrænu endurskoðar hún sjálfsmynd og minnimáttarkennd Íslendinga gagnvart amerískum áhrifum. Í vídeóverkum og gjörningi dregur hún ímynd liðinna stjórnmálamanna og Hollywoodstjarna inn í 21. öldina.
Guðrún Marta útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands og býr nú tímabundið og starfar í Gautaborg.
Listamaður: Guðrún Marta Jónsdóttir