Sitt hvoru megin við sama borð

Hrafn Hólmfríðarson, Þórsteinn Svanhildarson

Sitthvoru megin við sama borð

Sitthvoru megin við sama borð er samsýning ljósmyndaranna Hrafns Hólmfríðarsonar (Krumma) og Þórsteins Svanhildarsonar. Þeir eiga það sameiginlegt að lifa í návígi við fötlun en þó á ólíkan hátt. Þórsteinn veitir umönnun á meðan Hrafn þiggur hana.

Hrafn (f. 1990) fékk heilablæðingu á heilastofn árið 2009 og er líkamlega fatlaður í kjölfar áfallsins. Hann á við jafnvægistruflanir að stríða, ásamt skerðingu á fínhreyfingum og snertiskyni í hægri hlið líkamans. Í verkinu sýnir Hrafn ljósmyndir sem veita innsýn í samband hans við móður sína, Fríðu.

Þórsteinn (f. 1988) eignaðist dóttur sína Sól sumarið 2021. Sól fæddist með afar sjaldgæft heilkenni, Rubinstein Taybi, og veldur það þroskahömlun og líkamlegri fötlun. Í verkinu sýnir Þórsteinn ljósmyndir úr daglegu lífi fjölskyldunnar sem reynir þrátt fyrir fjölda áskoranna að lifa hefðbundnu lífi. 

Listamenn: Hrafn Hólmfríðarson, Þórsteinn Svanhildarson

Dagsetning:

18.01.2025 – 26.01.2025

Staðsetning:

Gallery Port

Hallgerðargata 19-23, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur11:00 - 17:00
Fimmtudagur11:00 - 17:00
Föstudagur11:00 - 17:00
Laugardagur11:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5