Sjónavottur

Hallgerður Hallgrímsdóttir, Nina Zurier

Nina Zurier, Gervilandslag 25.40.2, 2024.

Ný ljósmyndaverk eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur og Ninu Zurier. Verk Hallgerðar sem til sýnis verða eru hluti af seríu sem ber titilinn Ósýnilegt stríð / Sýnilegt stríð og byggir á fundnum stereógrafíum sem teknar voru á glerplötur í fyrri Heimsstyrjöldinni, auk litmynda af gróðri sem Hallgerður tók á virkiseyjum Suomenlinna í Helsinki.

Nina sýnir verk úr seríu sinni Gervi landslag sem samanstendur af ljósmyndum búnum til með aðstoð gervigreindar, þar sem hún varpar fram áleitnum spurningum um höfundarrétt og þróun ljósmyndarinnar sem miðils í sögulegu samhengi. Endurtekning, orðaval og skipanir myndhöfundar skapa ímyndað myndefnið á ljósmyndunum, og má því segja að hún fangi ljósmyndir af því sem ekki fyrirfinnst í raunveruleikanum.

Titill sýningarinnar, Sjónarvottur, vísar því annars vegar í iðju ljósmyndarans, hvort sem hann mundar vélina, dregur gamlar myndir fram í dagsljósið eða skapar þær með gervigreindarforriti. Þó gjarnan sé talað um hlutlaust vitni, vott, er ljósmyndari það sjaldnast heldur hefur hann vald þess sem skráir söguna. Við erum öll sjónarvottar líðandi stundar. 

Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

Listamenn: Hallgerður Hallgrímsdóttir, Nina Zurier

Dagsetning:

17.01.2025 – 22.02.2025

Staðsetning:

BERG Contemporary

Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Þri – fös: 11:00 – 17:00 Lau: 13:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5