Stjörnur

Sólveig Thoroddsen

Stjörnur: Solveig stjarna Thoroddsen

Sýning Solveigar í Núllinu gallerí. Texti eftir listakonuna:

Hugleiðingar um tilvist manneskjunnar í alheiminum geta verið yfirþyrmandi en jafnframt ótrúlega spennandi. Góna upp í himininn og leita svara, þar sem einungis fleiri spurningar vakna. Stjörnur blika utan seilingar, lifandi ljós, horfa á heiminn, horfa á mig og þig. Vinkonur, velviljuð leiðarljós á himni.

Ég keypti mér almennilega vatnsliti síðasta sumar og fór að vatnslita, algerlega í flæðinu, af miklum móð.  Og sjá! Alltaf vildu stjörnur læða sér inn á myndirnar. Verkin eru öll unnin sl. 10-12 mánuði.

Sýningin markar einnig 10 ára vinnu (af og til) með stjörnur, en þá að loknu námi við Listaháskóla Íslands, fékk ég tækifæri til að vinna að gjörningi í Búkarest í Rúmeníu. Verkið kallaði ég  „We are all stars“. Gjörningurinn fólst í því að ég bakaði stjörnulaga smákökur, heima í íbúðinni sem mér var úthlutað og tölti svo með ilmandi fenginn um stræti borgarinnar og bauð þeim sem urðu á vegi mínum.  Þetta var leið til að kynnast fólki og samfélagi í gegnum eitthvað jákvætt og víða alþekkt. Margir sem ég hitti skildu ekki ensku en það skipti engu máli. Með látbragði og stjörnulaga kökum varð til sameiginlegur skilningur og samstaða.

Listamaður: Sólveig Thoroddsen

Dagsetning:

21.03.2025 – 23.03.2025

Staðsetning:

Núllið

Bankastræti, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Sjá heimasíðu

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5