Það er ekkert grín að vera ég

Georg Óskar

Georg Óskar, Það er ekkert grín að vera ég

Yrkisefni Georgs Óskars eru fjölbreytileg og varpa ljósi á auðugt hugmyndaflug málarans sem oft setur sig í hlutverk sögumanns. Hvert verk er sjálfstæð veröld þar sem gjarnan er að finna skírskotanir til hversdagslegra atburða í samtímanum sem settir eru í allt annað og óskylt samhengi þannig að úr verður skálduð, kómísk og jafnvel kaldhæðnisleg tilvera. Hugmyndir flæða um myndflötinn, kallast á og vaxa í huga áhorfandans. Vísanir í hetjur teiknimyndanna eða kynjaverur verða honum að yrkisefni. Verkin minna okkur á hve hollt það getur verið að leita á náðir fantasíunnar og hliðarheimanna til að sjá og skilja okkar raunsönnu veröld.

Georg Óskar skorast ekki undan því að sýna okkur heiminn í öðru ljósi og vekur okkur til umhugsunar. Inntak verkanna spannar vítt svið mannlegrar tilveru og vísar gjarnan til einmanaleika, fegurðar, náttúru, lífsins sjálfs og dauðans. 

Listamaður: Georg Óskar

Dagsetning:

28.09.2024 – 12.01.2025

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur