tonn (1,22) og egg (60)
Samsýning / Group Exhibition
Á meðan fossar frjósa og þiðna á víxl vigtar þú egg. Þú vigtar 60 egg og kemst að einhverri niðurstöðu, en veist að hún yrði allt önnur ef þú myndir borða þau. Þú íhugar málið. Ef þú situr og bíður eftir dalalæðunni muntu komast að því að þú sérð í hestana en ekki fæturna. Ef þú hins vegar klífur fjallið svitnarðu og færist nær skýjunum. Skýin glitra og taka til máls: Af perlum ertu kominn… en þú truflast og heyrir ekki restina. Þyngdarkrafturinn togar í þig og biður þig að renna þér niður hlíðina. Á meðan þú hendist niður veltirðu því fyrir þér hvað 16 manneskjur gætu vigtað mikið samanlagt. Reikningsdæmið stingur eins og snjórinn. Fossar frjósa, þú ferð heim og færð þér egg.
Bára Sól
Eyrún Úa
Guðrún Emma Júlíusdóttir
Hallbjörg Helga Guðnadóttir
Haust
Helga Thorlacius Finnsdóttir
Hildur Iða Sverrisdóttir
Íris Saara Henttinen Karlsdóttir
Marína Gerða Bjarnadóttir
Sigurlinn Maríus Sigurðar
Silja Rún Högnadóttir
Skúli Thayer
Sunneva Ósk Jónasdóttir
Úa Sóley
Vilborg Lóa Jónsdóttir
Þórður T. Alisson
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition