Tungumál væntumþykju

Katla Rúnarsdóttir , Mirjam Maekalle

Tungumál væntumþykju

Hvernig sýnum við umhyggju? Er það í gegnum samtöl hvert við annað, gjörðir, hefðir, hluti eða rýmið sem við sköpum á milli okkar? Væntumþykja birtist oft í hinu smáa – í hljóðlátum en dýrmætum augnablikum. Það má finna hana í hefðum og fjölskyldusögum eða í hversdagslegum og látlausum athöfnum daglegs lífs. Katla Rúnarsdóttir og Mirjam Maekalle nálgast þessar hugmyndir hvor á sinn hátt með tvívíðum og þrívíðum verkum sem spegla sjálfið, tengsl og tjáningu umhyggju í fjölbreyttu samhengi. 

Mirjam Maekalle skapar innsetningu með teikningum og skúlptúrum sem tala um væntumþykju í snertingu og hlustun. Hún vinnur með táknmyndir sem endurtaka sig og birtast í ólíkum efnum. „Í teikningum leita ég að formi faðmlags og færi það yfir í ólík efni eins og málm og gifs. Með því að meðhöndla efnið myndast formin bæði frá ímynd og snertingu þess. Verkin fjalla um form faðms og mikilvægi þess að hlusta til að sýna umhyggju.“ 

Katla Rúnarsdóttir sýnir hluta af meistaraverkefninu sínu CARE-KER í fyrsta skipti á Íslandi. Í verkunum skoðar hún hvernig mannfólkið sýnir væntumþykju í garð hvers annars með því að njóta saman matar. Katla notar fjölskyldumeðlimi sína og hefðbundin íslensk matarboð sem uppsprettu skúlptúranna. Hver og einn skúlptúr er mannlegur og persónulegur á þann hátt að þeir eru ýmist klæddir í flíkur og/eða drekkandi drykki sem vísun í fjölskyldumeðlimi. Matarboðið getur sýnst kaótískt með ólíkum verum sem sitja á víð og dreif um rýmið og bíða eftir að afi kalli: “MATUR!”.

--- 

Katla Rúnarsdóttir (f. 1996) er sjálfstætt starfandi myndlistarkona, búsett í Reykjavík. Katla lauk mastersgráðu í keramik frá HDK - Valand í Gautaborg í Svíþjóð árið 2024. Árið 2019 lauk hún bakkalárgráðu í Myndlist frá Listaháskóla Íslands. Verk Kötlu endurspegla rætur hennar á Ísafirði, hún skoðar húmorinn í kærleikanum með furðulegum skúlptúrum og innsetningum.

Mirjam Maekalle fæddist í Eistlandi og ólst upp á Ísafirði. Í dag býr hún í Reykjavík og útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2023. Hún hefur einnig BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Gegnumgangandi þráður í verkum hennar kannar hún mannlegt ástand og rýmið milli tvíhyggju.

Listamenn: Katla Rúnarsdóttir , Mirjam Maekalle

Dagsetning:

18.04.2025 – 07.06.2025

Staðsetning:

Listasafn Ísafjarðar

Safnahúsið, Eyrartúni , 400 Ísafjörður, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

Mánudagur12:00 - 17:00
Þriðjudagur12:00 - 17:00
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5