Undiralda
Stuart Richardson

Á sýningunni "Undiralda" kynnast gestir hinni persónulegu sýn ljósmyndarans Stuart Richardson á íslensku landslagi þar sem náttúran er uppspretta bæði sorgar og vonar. Sýningin er tilraun ljósmyndarans til til að miðla þeim flóknu tilfinningum sem hann upplifir í náttúru Íslands. Stuart flutti til Íslands árið 2007 með þá von í brjósti að að landið væri athvarf frá þeirri umhverfiseyðileggingu sem á sér stað víða í heiminum. Sem þjóðfélagsþegn á Íslandi deilir hann áhyggjum sínum með gestum sýningarinnar á þeim öru breytingum sem orðið hafa á íslenskri náttúru síðan hann heimsótti landið fyrst árið 2005.
Listamaður: Stuart Richardson