Vatnaliljur

Emil Jóhann Sigurðsson

Emil J. Sig - LG // Litla Gallerý 2025

Emil Jóhann Sigurðsson, Emil J. Sig. er sjálflærður myndlistarmaður, en hann lærði að mála í gegnum námskeið á netinu. Árið 2021 komst hann inn í Myndlistarskóla Reykjavíkur og lærði myndlist í 1 ár, en þar á undan hafði hann tekið nokkur námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs. Þetta er þriðja sýning Emils og sú fyrsta með vatnalilju þema, en nokkrum árum áður hafði hann haldið blómasýningu og blandaða sýningu. Hann hóf sinn listamannaferil á Spáni 2017 þar sem hann bjó í eitt ár.

Innblásturinn af þessum verkum í þessari sýningu koma frá ýmsum áttum þar með Íslenskri náttúru, franskri menningu, Monet og fleira.

En afhverju vatnaliljur myndir gætir þú spurt? Ég tel heiminn vera í miklum umbrotum og kvíði eykst. Ég vildi þess vegna mála myndir fyrir þessa sýning sem mynda ró og innri frið hjá viðkomandi. Ég vil að þú kæri áhorfandandi geti ímyndað þér að þú ert við tjörn við rólegt vatn þar sem eru vatnaliljur og ert í afslöppun í núinu.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 3. apríl frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Föstudagur 4. apríl 13:00 - 18:00

Laugardagur 5. apríl 12:00 - 16:00

Sunnudagur 6. apríl 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd

Hafnarfjarðarbæjar.

Listamaður: Emil Jóhann Sigurðsson

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

03.04.2025 – 06.04.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningViðburður

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5