Venjulegir staðir
Ívar Brynjólfsson, Emma Heiðarsdóttir, Haraldur Jónsson, Joe Keys, Tine Bek

Ljósmyndin er magnað fyrirbæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún upp tilfinningu fyrir rými og efni. Við skynjum myndina, trúum á hana. Þó er enginn sannleikur í myndinni nema sá sem verður til í hugskoti áhorfandans.
Listamenn: Ívar Brynjólfsson, Emma Heiðarsdóttir, Haraldur Jónsson, Joe Keys, Tine Bek
Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir