Ferðastyrkir

Myndlistarmiðstöð veitir styrki til myndlistarmanna til ferða vegna sýningahalds og vinnustofudvala utan Íslands.

Ferðastyrkir eru fyrir kostnaði við ferðir og gistingu tengda sýningarhaldi, vinnustofudvölum og verkefnum erlendis.

Styrkupphæð er að jafnaði 75.000 kr til einstaklinga. Einnig geta hópar sótt um fyrir stærri verkefnum, nóg er að ein umsókn berist fyrir hvert verkefni.

Árið 2025 verður alls 4 milljónum úthlutað í ferðastyrki.

Umsóknarfrestir

1. febrúar fyrir ferðalög í kringum febrúar – maí

1. júní fyrir ferðalög í kringum júní – september

1. október fyrir ferðalög í kringum október - janúar

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti á ofangreindum dögum. Umsóknir og gögn sem berast eftir þann tíma verða ekki tekin til greina.

Póstlisti: Styrkir og gestavinnustofur

Miðstöðin miðlar upplýsingum til listamanna og fagaðila í mynlistargeiranum í gegnum sérhæfðan póstlista, Styrkir og gestavinnustofur.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5