Myndlistarráð veitir árlega Íslensku myndlistarverðlaunin. Alls eru veitt verðlaun í sex flokkum: myndlistarmaður ársins, hvatningarverðlaun, heiðursviðurkenning, samsýning ársins, áhugaverðasta endurlitið og viðurkenning fyrir útgefið efni. Markmið verðlaunanna er að heiðra myndlistarmenn á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar.
Af því tilefni kallar myndlistarráð eftir útgáfum frá árinu 2024 sem tengjast myndlist. Auglýst er eftir prentuðum eða stafrænum útgáfum frá stofnunum, einstaklingum eða bókaútgáfum.
Viðurkenningin er veitt þeim sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist.
Skilafrestur er 2. desember.
Hægt er að senda eintök á skrifstofu myndlistarráðs:
Myndlistarráð
Austurstræti 5
101 Reykjavík
Stafrænt efni má senda á: info@myndlistarsjodur.is