Auglýst eftir útgáfum frá 2024

06.11.2024

Myndlistarráð veitir árlega Íslensku myndlistarverðlaunin. Alls eru veitt verðlaun í sex flokkum: myndlistarmaður ársins, hvatningarverðlaun, heiðursviðurkenning, samsýning ársins, áhugaverðasta endurlitið og viðurkenning fyrir útgefið efni. Markmið verðlaunanna er að heiðra myndlistarmenn á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar.

Af því tilefni kallar myndlistarráð eftir útgáfum frá árinu 2024 sem tengjast myndlist. Auglýst er eftir prentuðum eða stafrænum útgáfum frá stofnunum, einstaklingum eða bókaútgáfum.

Viðurkenningin er veitt þeim sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist.

Skilafrestur er 2. desember.

Hægt er að senda eintök á skrifstofu myndlistarráðs:

Myndlistarráð

Austurstræti 5

101 Reykjavík

Stafrænt efni má senda á: info@myndlistarsjodur.is

ArtCanHeal landscape

Viðurkenning myndlistarráðs fyrir útgáfu ársins 2023 Art Can Heal: The Life and Work of Sigríður Björnsdóttir. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5