Íslensku myndlistarverðlaunin 2024 – Takið daginn frá

27.02.2024

Íslensku myndlistarverðlaunin fara fram í sjöunda sinn þann 14. mars næstkomandi í Iðnó.

Viðburðurinn hefst með gjörningum og fordrykk kl. 19:30, athöfnin byrjar kl. 20:00.

Veitt eru tvenn verðlaun, Myndlistarmaður ársins hlýtur eina milljón króna og Hvatningarverðlaunahafinn hlýtur 500.000 kr. Auk þess eru veittar viðurkenningar fyrir samsýningu ársins, endurlit ársins og útgáfu ársins. Upptaldir verðlaunaflokkar eru valdir af dómnefnd en auk þeirra veitir myndlistarráð einum listamanni heiðursviðurkenningu fyrir ævistarf sitt.

Að afhöfninni lokinni hefst fögnuður og forútgáfa á 4. tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi. Gestum gefst kostur á að næla sér í eintak ásamt eldri tölublöðum.

Myndlistarráð stendur að Íslensku myndlistarverðlaununum. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistamönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5