Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

31.01.2024

Egill Sæbjörnsson ræðir við Becky og Tinnu um sýningu sína sem stendur nú yfir á Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland. Sýningin ber titillinn Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins. Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi. Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptúra og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga. Á sýningunni býður Egill óendalegum fjölda vina velkomna í samverustund í leikherbergi listarinnar. 

Félagarnir Ūgh and Bõögâr eru hluti af sýningunni sem hafa gegnt mikilvægu hlutverki í listsköpun Egils frá árinu 2008. Hugmyndin um að vinna með tröll í verkum sínum byrjaði sem hálfgert grín eða leikur og Egill faldi í fyrstu tröllaverkin fyrir fulltrúum safna og gallería. Viðhorf Egils breyttist hins vegar á sýning á verkum Tove Jansson í Ateneum í Helsinki árið 2015 þegar það rann upp fyrir honum að Múmínálfarnir og sá heimur sem Janssons skapaði verðskulduðu tvímælalaust að kallast list. Í kjölfar þessa ákvað Egill að kynna tröllin fyrir umheiminum. Þau komu fyrst fram árið 2017 á tvíæringnum í Feneyjum þar sem þau lögðu undir sig íslenska skálann. Einnig eru eldri verk í bland við ný verk til sýnis, en öll eiga þau það sameiginlegt að í þeim má finna hina ýmsu karaktera sem Egill hefur unnið með og skapað á feril sínum.

Ásamt samtali við Egill um sýninguna hans á Listasafni Íslands, líta þær aftur til yfirlitssýningar sem opnaði snemma 2023. Rauður þráður er fjölbreytt og yfirgripsmikil sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur. Hildur Hákonardóttir (1938) hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað. Á sýningunni má sjá mörg af þekktustu verkum Hildar sem hafa öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu og haft áhrif til breytinga í þjóðfélaginu. Einnig verða sýndar innsetningar, ljósmyndir, myndbandsverk og tölvugerðar teikningar frá víðfeðmum ferli sem spannar yfir 50 ár. Sýningarstjóri er Sigrún Inga Hrólfsdóttir en sýningin er afrakstur rannsóknar Sigrúnar á ferli Hildar. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við  Háskóla Íslands. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur. 

Einnig verður til umfjöllunar sýning Nermine El Ansari Ekki lengur sem opnaði í lok árs í Skaftfell Myndlistarmiðstöðinni. En innsetning Nermine er sýning mánaðarins í hlaðvarpsþættinum. Sýningin, lýkt og verk El Ansari oft á tíðum, fjallar um útlegð og tilfærslu, og er hugsuð sem viðbragð við atburðum 7. október - árás Hamas á Ísrael sem markaði endurvakningu á langvarandi átökum og í kjölfarið hefndaraðgerðir Ísraelshers á Gaza sem hafa leitt til stórfellds missis: dauða, eyðileggingar og landflótta. Innsetningin kallar á áhrifaríkan hátt fram harmleikinn sem á sér stað.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5