Hekla Dögg Jónsdóttir og sýning hennar 0° 0° Núlleyja

29.11.2023

Í þættinum ræða Becky Forsythe og Þórhildur Tinna við Heklu Dögg Jónsdóttur í tilefni af nýopnaðri yfirlitssýningu hennar sem stendur nú yfir á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum.

Núlleyja er ímyndaður staður á miðju hafsvæði Gíneuflóa. Þar á hnitakerfi jarðarkúlunnar sér upphafsviðmið í skurðpunkti miðbaugs og núllbaugs. Staðsetningarkerfið er mannanna verk rétt eins og dagatalið þótt maður leiði hugann sjaldan að því. Í verkum sínum skoðar Hekla Dögg Jónsdóttir slík grunnkerfi og beinir sjónum okkar áhorfenda að stað og stund. Hún teygir á hugmyndum okkar um „hér og nú“ og notar listina sem frjálst og opið rými þar sem hver og einn markar sér eigin viðmið. Verk hennar eru hverfull leikur á mærum hin hversdagslega og hins töfrandi þar sem óvæntar ummyndanir bjóða okkur að upplifa tilveruna í nýju ljósi.

Einnig verður til umfjöllunar sýningin Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins sem opnaði á dögunum á Listasafni Íslands. En verk Egils eru verk mánaðarins í hlaðvarpsþættinum. Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi. Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptúra og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga. Á sýningunni býður Egill óendalegum fjölda vina velkomna í samverustund í leikherbergi listarinnar. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5