Fyrri úthlutun úr myndlistarsjóði 2024

03.04.2024
MLS-uthlutun-fyrri-2024-Sunday-and-White

Úthlutun úr myndlistarsjóði fór fram fimmtudaginn 4. apríl við hátíðlega athöfn. Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins afhenti styrkina.

Alls hlutu 63 verkefni brautargengi að þessu sinni en úthlutað var 40.800.000 kr. Sjóðnum bárust 283 umsóknir og sótt var um styrki fyrir rúmlega 300 milljónum króna.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér

Í matsnefndum sátu: Anna Jóhannsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Hlynur Helgason, Viktor Pétur Hannesson og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir.

Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá upphafi hafa sjóðnum borist tæplega 3500 umsóknir. Síðustu tíu ár hefur 550 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum.

Næsti umsóknarfrestur verður í ágúst, nánar auglýst síðar.

MLS-uthlutun-fyrri-2024-Sunday-and-White
MLS-uthlutun-fyrri-2024-Sunday-and-White
MLS-uthlutun-fyrri-2024-Sunday-and-White
MLS-uthlutun-fyrri-2024-Sunday-and-White
MLS-uthlutun-fyrri-2024-Sunday-and-White

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5