Myndlistarsjóður vorúthlutun 2025

10.04.2025
Voruthlutun MLS 2025

Logi Einarsson, menningarráðherra afhenti myndlistarfólki styrki úr myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn þann 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis.

Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white

Myndlistarsjóði bárust 253 umsóknir og sótt var um styrki fyrir tæplega 290 milljónum króna. 

Veittir voru styrkir í þremur flokkum: sýningarstyrkir, undirbúningsstyrkir og útgáfu- rannsóknar- og aðrir styrkir

Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white

Undirbúningsstyrkir

Alls bárust 45 umsóknir.  13 verkefni hlutu styrk fyrir alls 5.500.000 kr. 

Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut hæsta styrkinn, 700.000 kr. fyrir undirbúning á feminísku hryllingsmyndinni Í óttaskógi

Melanie Ubaldo hlaut 600.000 kr. fyrir verkefnið Ísland í 20 ár.

Björk Viggósdóttir hlaut 600.000 kr. til undirbúnings sýningar í 
Listasafninu á Akureyri.

Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white

Útgáfu- rannsóknar- og aðrir styrkir 

45 umsóknir bárust. 
11 verkefni hlutu styrk fyrir alls 7.000.000 kr. 

Safnasafnið hlaut hæsta styrkinn, 1.000.000 kr. fyrir afmælisritið Safnasafnið 30 ára.
Listasafn Reykjavíkur hlaut 700.000 kr. styrk fyrir útgáfu í tengslum við fyrirhugaða sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur.
Unnar Örn hlaut 700.000 kr. styrk fyrir útgáfu á 
Innviðir - Handbók.

Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white
Voruthlutun MLS 2025, sunday&white

Sýningaverkefni

163 umsóknir bárust. 
37 verkefni hlutu styrk fyrir alls 25.500.000 kr. 

Listasafn Reykjavíkurhlaut hæsta styrkinn, 2.600.000 kr. fyrir sýninguna Steina - Tímaflakk.

Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut 1.600.000 kr. fyrir Verksmiðjusýningar 2025. 

Hamraborg Festival hlaut 1.500.000 kr. fyrir Myndlistardagskrá á Hamraborg Festival 2025

Kling & Bang hlaut 1.500.000 kr. fyrir Þrjú sýningartímabil í Kling & Bang. 

Safnasafnið hlaut 1.200.000 kr. fyrir sýninguna Samtal frumkvöðla alþýðulistar við samtímann.

Lotte Rose Kjær Skau hlaut 1.000.000 kr. fyrir samsýninguna It´s no Longer Possible to Map any Distance

Sláturhúsið hlaut 1.000.000 kr. fyrir sýninguna Vor/Wionse

Victoria Björk Ferrel hlaut 800.000 kr. fyrir listræna rannsóknarverkefnið Becoming: Composition and Decomposition.

Í matsnefndum sátu: Anna Jóhannsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Hlynur Helgason, Heiðar Kári Rannversson og Starkaður Sigurðsson.

Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá upphafi hafa sjóðnum borist tæplega 3900 umsóknir. Síðustu ár hefur 620 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum. 

Næsti umsóknarfrestur verður í ágúst, nánar auglýst síðar.

Listi yfir styrkþega má nálgast hér

Auglýst eftir umsóknum um vinnustofudvöl í New York

Myndlistarmiðstöð auglýsir til umsóknar þriggja mánaða vinnustofudvöl við International Studio & Curatorial Program í New York. Dvölin stendur frá júní – ágúst 2026.

Boðið er upp á rúmgóða einkavinnustofu sem listamaður hefur aðgang að allan sólarhringinn. Stofnunin skipuleggur reglulegar vinnustofuheimsóknir til gestalistamanna frá sýningarstjórum og fagfólki, heimsóknir á söfn, gallerí og sýningarstaði og fyrirlestra. 

Dvölin hjá ISCP býður upp á öflugt alþjóðlegt tengslanet, hvort sem um er að ræða alþjóðlega listamenn og sýningarstjóra, safnafólk, blaðamenn eða aðra sem sem starfa innan geirans. 

Styrkurinn er fyrir vinnustofudvölinni, en ekki framfærslukostnaði. Styrkurinn er fjármagnaður af Myndlistarráði.

Forval umsókna er í höndum Myndlistarráðs, en lokaval er í höndum fagnefndar ISCP. Umsóknarfrestur rennur út 19. maí 2025. Sækja má um 

Vinsamlega sendið eftirfarandi gögn með umsókninni:

- Ferilskrá, hámark 5 síður

- 10 ljósmyndir af verkum eða hlekkir á myndbönd. Taka skal fram titil, ártal, miðil og stærð eða lengd hvers verks. Auk þess má vera stuttur texti með lýsingu á verki.

- Ef við á má senda afrit af greinum eða gagnrýni, hámark 10 síður

- Ef við á má senda 2-3 afrit af sýningarskrám eða útgefnu efni

- Meðmælabréf

Auglýst verður aftur eftir umsóknum í mars 2026 fyrir árið 2027. 

Tilkynningar

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5