Logi Einarsson, menningarráðherra afhenti myndlistarfólki styrki úr myndlistarsjóði við hátíðlega athöfn þann 10. apríl 2025. Alls var 38 milljónum króna úthlutað til 61 verkefnis.
Myndlistarsjóði bárust 253 umsóknir og sótt var um styrki fyrir tæplega 290 milljónum króna.
Veittir voru styrkir í þremur flokkum: sýningarstyrkir, undirbúningsstyrkir og útgáfu- rannsóknar- og aðrir styrkir
Undirbúningsstyrkir
Alls bárust 45 umsóknir. 13 verkefni hlutu styrk fyrir alls 5.500.000 kr.
Sigrún Inga Hrólfsdóttir hlaut hæsta styrkinn, 700.000 kr. fyrir undirbúning á feminísku hryllingsmyndinni Í óttaskógi.
Melanie Ubaldo hlaut 600.000 kr. fyrir verkefnið Ísland í 20 ár.
Björk Viggósdóttir hlaut 600.000 kr. til undirbúnings sýningar í Listasafninu á Akureyri.
Útgáfu- rannsóknar- og aðrir styrkir
45 umsóknir bárust.
11 verkefni hlutu styrk fyrir alls 7.000.000 kr.
Safnasafnið hlaut hæsta styrkinn, 1.000.000 kr. fyrir afmælisritið Safnasafnið 30 ára.
Listasafn Reykjavíkur hlaut 700.000 kr. styrk fyrir útgáfu í tengslum við fyrirhugaða sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur.
Unnar Örn hlaut 700.000 kr. styrk fyrir útgáfu á Innviðir - Handbók.
Sýningaverkefni
163 umsóknir bárust.
37 verkefni hlutu styrk fyrir alls 25.500.000 kr.
Listasafn Reykjavíkurhlaut hæsta styrkinn, 2.600.000 kr. fyrir sýninguna Steina - Tímaflakk.
Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut 1.600.000 kr. fyrir Verksmiðjusýningar 2025.
Hamraborg Festival hlaut 1.500.000 kr. fyrir Myndlistardagskrá á Hamraborg Festival 2025.
Kling & Bang hlaut 1.500.000 kr. fyrir Þrjú sýningartímabil í Kling & Bang.
Safnasafnið hlaut 1.200.000 kr. fyrir sýninguna Samtal frumkvöðla alþýðulistar við samtímann.
Lotte Rose Kjær Skau hlaut 1.000.000 kr. fyrir samsýninguna It´s no Longer Possible to Map any Distance.
Sláturhúsið hlaut 1.000.000 kr. fyrir sýninguna Vor/Wionse.
Victoria Björk Ferrel hlaut 800.000 kr. fyrir listræna rannsóknarverkefnið Becoming: Composition and Decomposition.
Í matsnefndum sátu: Anna Jóhannsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Hlynur Helgason, Heiðar Kári Rannversson og Starkaður Sigurðsson.
Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá upphafi hafa sjóðnum borist tæplega 3900 umsóknir. Síðustu ár hefur 620 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum.
Næsti umsóknarfrestur verður í ágúst, nánar auglýst síðar.
Listi yfir styrkþega má nálgast hér