Nýr hlaðvarpsþáttur: Elham Fakouri og Sabina Westerholm

28.08.2023

Í þættinum greina Becky og Tinna sýninguna For Those Who Couldn’t Cross the Sea í samtali við Elham Fakouri og Sabina Westerholm forstjóra Norræna hússins. Rætt er um inntak sýningarinnar, einstaka stöðu Norræna hússins í íslensku menningarsamhengi og áskoranir við að sýningarstýra innan opinberra stofnanna. Í lok þáttarins færum við fókusinn á sýninguna GRÍMUR, sem stendur stendur yfir í Norræna húsinu með verkum eftir listamennina Kjetil Berge og Gøran Ohldieck og. Þetta er í annað sinn sem GRÍMUR er sett upp í Norræna húsinu. Fyrri uppsetningin var fyrir 40 árum, en þá var hún ritskoðuð og tekin niður vegna fordóma gagnvart hinseginleika. Sýningarstjórn GRÍMA er í höndum Yndu Eldborg og er sýningin hluti af Hinsegin dögum 2023.

Meðal þeirra hugleiðinga sem Becky deilir í þættinum er hvernig hlutverk Norræna hússins hefur á síðustu árum þróast í að vera griðarstaður fyrir samtöl sem eiga sér stað í samfélaginu en fá ekki nægilega athygli í myndlistarfaginu.

Sabina svarar þeim hugleiðingum með því að ræða um hlutverk Norræna húsins, sem er að styðja við og rækta norræna borgara. Hinsvegar spyr hún sig: „Við verðum að spyrja okkur Hver er norrænn og hvað er þá norrænt. Það er mikilvægt að við sýnum að það eru fjölbreyttir samfélagshópar sem búa á Norðurlöndunum.“

GRÍMUR eftir Kjetil Berge & Gøran Ohldieck. Norræna húsið. Sýningarstjórn Ynda Eldborg.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5