Tinna Guðmundsdóttir, listamaður og verkefnastjóri, ræðir við Becky og Tinnu um Íslensku myndlistarverðlaunin sem hún tekur þátt í að verkefnastýra. Verðlaunin verða afhent í sjöunda sinn þann 14. mars næstkomandi við mikinn fögnuð í Iðnó. Markmið verðlaunanna er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða myndlistamenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar en jafnframt veita einstaka myndlistamönnum mikilvæga viðurkenningu og hvetja til nýrrar listsköpunar.
Myndlistarmaður ársins - tilnefningar 2024
Alls eru fjórir listamenn tilnefndir í flokknum „Myndlistarmaður ársins“ og hlýtur sá sem er hlutskarpastur eina milljón króna í verðlaunafé.
Amanda Riffo fyrir sýninguna House of Purkinje í Nýlistasafninu
Arnar Ásgeirsson fyrir sýninguna Hreinsunaraðferðir í Neskirkju
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar fyrir sýninguna Vísitala í Ásmundarsal
Ólöf Nordal fyrir sýninguna FYGLI í Ásmundarsal
Hvatningarverðlaun - tilnefningar 2024
Þrír upprennandi myndlistarmenn eru tilnefndir til hvatningarverðlauna og hlýtur sá sem vinnur 500 þúsund krónur í verðlaunafé.
Almar Steinn Atlason fyrir sýninguna Almar í tjaldinu í Listasafni Svavars Guðnasonar, Svavarssafni, á Höfn í Hornafirði
Brák Jónsdóttir fyrir sýninguna Möguleg æxlun í Gróðurhúsi Norræna hússins í Reykjavík
Sara Björg Bjarnadóttir fyrir sýninguna Tvær eilífðir á milli 1 og 3 í Listasafninu á Akureyri

Einnig verður til umfjöllunar sýning Nermine El Ansari Ekki lengur sem opnaði í lok árs í Skaftfell Myndlistarmiðstöðinni. En innsetning Nermine er sýning mánaðarins í hlaðvarpsþættinum. Sýningin, lýkt og verk El Ansari oft á tíðum, fjallar um útlegð og tilfærslu, og er hugsuð sem viðbragð við atburðum 7. október - árás Hamas á Ísrael sem markaði endurvakningu á langvarandi átökum og í kjölfarið hefndaraðgerðir Ísraelshers á Gaza sem hafa leitt til stórfellds missis: dauða, eyðileggingar og landflótta. Innsetningin kallar á áhrifaríkan hátt fram harmleikinn sem á sér stað.