Nýr þáttur af Out There hlaðvarpi Myndlistarmiðstöðvar er kominn út! Sigurður Guðmundsson er gestur Becky og Tinnu í nýjasta þættinum þar sem hann ræðir allt frá ARS LONGA samtímalistasafn / contemporary art museum til SÚM hópsins forðum daga.
.-courtesy-of-the-artist-and-i8-gallery-reykjavik-2000x1125.jpg&w=2048&q=80)
Kristján Guðmundsson, Triangle in a Square (1971 – 1972) sem verður til sýnis í ARS LONGA 08.07. – 15.08.2023. Ljósmynd birt með leyfi listamannsins og i8 Gallery, Reykjavík.
ARS LONGA er samtímalistasafn sem er staðsett á Djúpavogi og var stofnað af Þór Vigfússyni og Sigurði Guðmundssyni ásamt Ineke Guðmundsson. Sumarsýning ARS LONGA, hvað var – hvað er – hvað verður? mun opna laugardaginn 8. júlí kl. 15. Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú, mun opna sýninguna formlega. Gjörninga flytja þau Ásta Fanney Sigurðardóttir, Sigurður Ámundason og Sigurður Guðmundsson.
Listamenn / Artists:
Arnfinnur Amazeen
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Emma Heiðarsdóttir
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Helgi Þórsson
Hildigunnur Birgisdóttir
Hrafnkell Sigurðsson
Kristín Ómarsdóttir
Kristján Guðmundsson
Níels Hafstein
Ragna Róbertsdóttir
Sigurður Ámundason
Sigurður Guðjónsson
Sigurður Guðmundsson
Unnar Örn J. Auðarson
.-courtesy-of-the-artist-and-i8-gallery-reykjavik-2000x1634.jpg&w=2048&q=80)
Sigurður Guðmundsson, Mountain (1980-1982). Ljósmynd birt með leyfi listamannsins og i8 Gallery, Reykjavík.
SÚM hópurinn hóf að myndast á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem hópur ungra listamanna brutu blað í myndlistarsögunni með því að bjóða hefðbundnum hugmyndum um myndlist byrginn. Þó að hópurinn samanstæði af mismunandi listamönnum þá átti hópurinn það sameiginlegt að gera list í almannarými fyrst um sinn. Sigurður Guðmundsson var einn af forsprökkum hópsins.
Hér að neðan er mynd af hjónunum Sigurði og Ineke Guðmundsson. Einnig myndir frá opnun ARS LONGA í fyrra þar sem má sjá mynd af höggmynd eftir Yan Jian frá árinu 2018 sem var meðal fjölda annarra verka til sýnis.