Nýi þátturinn fjallar um sýninguna Að rekja brot í samtali við sýningstjóra sýningarinnar Daríu Sól Andrews og safnstjóra Gerðarsafns Brynju Sveinsdóttur.
Í þættinum er farið víða um völl. Þar ræddu Þórhildur Tinna og Becky Forsythe bæði einstök verk af sýningunni og grundvallarhugtök sem sýningin byggir á.

Ljósmynd frá opnun sýningarinnar 2. febrúar af listamönnum og sýningastjóra. Í bakgrunni sjást verk eftir Frida Orupabo. Frá vinstri til hægri: Abdullah Qureshi, Daría Sól Andrews, Sasha Huber og Kathy Clark.
Að rekja brot samanstendur af verkum eftir Kathy Clark, Sasha Huber , Hugo Llanes, Frida Orupabo, Inuuteq Storch og Abdullah Qureshi. Í verkum listamannanna er tekist á við nýlendustefnu og kynþáttafordóma. Sýningin stendur til 21. maí næstkomandi í Gerðarsafni.