International Studio & Curator Program

Þriggja mánaða vinnustofudvöl við International Studio & Curatorial Program (ISCP) í New York

Íslenskt myndlistarfólki og myndlistarfólk sem hefur sterka tengingu við íslenskt listalíf getur sótt um þriggja mánaða vinnustofudvöl í International Studio & Curatorial Program (ISCP), sem er staðsett í New York. Dvölin er fjármögnuð af Myndlistarráði.

Um gestavinnustofuna

Boðið er upp á rúmgóða einkavinnustofu sem listamaður hefur aðgengi að allan sólarhringinn. Stofunin skipuleggur reglulegar vinnustofuheimsóknir til gestalistamanna frá sýningarstjórum og fagfólki, heimsóknir á söfn, gallerí, sýningastaði og fyrirlestra. Þau sem dvelja hjá ISCP fá aðgang að neti alþjóðlegra listamanna og sýningarstjóra. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans.

Styrkurinn tekur til vinnustofudvalar, en ekki framfærslukostnaðar.

Umsóknarferli

Sótt erum styrk með því að fylla út rafrænt eyðublað. Eyðublaðið er aðgengilega þegar búið er að opna fyrir umsóknir.

Beðið er um eftirfarandi upplýsingar og gögn með umsókninni:

Ferilskrá, hámark 5 síður

10 ljósmyndir af verkum eða hlekkir á myndbönd. Taka skal fram titil, ártal, miðil og stærð eða lengd hvers verks. Auk þess má vera stuttur texti með lýsingu á verki.

Ef við á má senda afrit af greinum eða gagnrýni, hámark 10 síður

Ef við á má senda 2-3 afrit af sýningarskám eða útgefnu efni

Meðmælabréf

Athugið að öll umsóknargögn þurfa að vera á ensku. 

Matsferli

Forval á umsóknum er í höndum Myndlistarráðs, en lokaval er í höndum fagnefndar ISCP.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur