Myndlistarmenn ársins 2021: Libia Castro og Ólafur Ólafsson

Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021 fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. október 2020 í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík.

Í umsögn dómnefndar kemur fram:

Tvíeykið Libia Castro (f. 1970) og Ólafur Ólafsson (f. 1973) sviðsettu í samvinnu við Töfrateymið stóran myndlistarviðburð Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland á árinu. Verkið er fjölradda tónlistar- og myndlistargjörningur við hundrað og fjórtán greinar nýrrar stjórnarskrár Íslands sem kosið var um í október 2012 og nær tveir þriðju hlutar samþykktu. Áræðið og úthugsað þátttökuverk sem varpar ljósi á mátt listarinnar og efnir til umræðu um sjálfan grunn samfélagssáttmálans.

Listin og töfrarnir geta leyst okkur úr álögum og hvatt okkur til þess að taka þátt. Tvíeykið vill heyra raddirnar, okkar allra sem lifum í lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi og skapa til þess listrænan vettvang. Verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland er ákall um aðgerðir en jafnframt vandað tónlistar- og myndlistarverk sem snertir marga innan lista sem utan. Heiður er að veita tvíeykinu Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni Íslensku myndlistarverðlaunin 2021.

Íslensku myndlistarverðlaunin 2021 - Olafur og Libia - I leit ad tofrum - Ljosmynd: Owen Fiene

Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ljósmyndir: Owen Fiene

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur