Fjaran og leirinn

Guðný Rúnarsdóttir

Guðný Rúnarsdóttir Fjaran og leirinn

Á sýningunni FJARAN OG LEIRINN má sjá vatnslitaverk sem Guðný Rúnarsdóttir hefur unnið að undanfarin tvö ár. Lífrænar línur þangs fá að njóta sín þar sem hún hefur haganlega mótað ramma eftir formi þess. Á sýningunni eru líka verk mótuð úr leir, en leir úr íslenskri jörðu hefur fangað athygli Guðnýjar. Sérstaklega leir sem er að finna í Bjarnarfirði á ströndum, en hún hefur verið að gera tilraunir með hann undanfarin fjögur ár eða frá því að hún komst í kynni við hann. Jarðleirinn frá Bjarnarfirði er nánast tilbúin til mótunar beint upp úr jörðinni og er einstaklega mjúkur viðkomu en einnig þónokkuð duttlungafullur. Á undanförnum árum eða frá því Guðný lauk námi í keramiki við Myndlistaskóla Reykjavíkur hefur hún unnið að fjölbreyttum verkum í leir í gegnum kennslu og sína eigin listsköpun. Guðný hefur gefið sér góðan tíma til þess að kynnast leirnum sem efniviði og skapað sér sérstöðu með óvenjulegum flísum, plöttum og fleiri nytjahlutum. Í verkum hennar má greina bæði forvitni og leit að óvæntu mynstri, tilviljanakenndum formum og endurtekningu en þessi leit er og hefur verið megin drifkraftur í listsköpun Guðnýjar.

Guðný Rúnarsdóttir útskrifaðist árið 2003 með BA gráðu í myndlist frá LHÍ, eftir það lauk hún diplómu í keramiki frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og hefur unnið sjálfstætt í leirlist síðan. Árið 2013 útskrifaðist Guðný með M. Art. Ed. frá Listkennsludeild LHÍ Guðný hefur kennt sjónlistir á ýmsum vettvangi. Sýna minna

Listamaður: Guðný Rúnarsdóttir

Dagsetning:

09.03.2024 – 06.04.2024

Staðsetning:

Merki:

Sýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5