Hlutskipti

Lilja Birgisdóttir , Ingibjörg Birgisdóttir

Hlutskipti - Þula

Allt okkar líf seljum við tíma okkar og orku til að geta sankað að okkur hlutum.

Og vissulega safnast þeir upp, þar til þeir eru faldir inní skáp eða geymslu, gleymast og glata tilgangi.

Heimili okkar blása út, belgjast út af hlutum sem fylgja okkur, eða hafa kannski alltaf verið þarna, stundum er erfitt að muna hvaðan þetta kom allt saman. Á endanum kemur óhjákvæmilega að því að við rúmum ekki lengur þetta fargan sem fylgir okkur.

Þá er að sjálfsögðu kominn tími til að stækka við sig, vinna meira, þéna meira, þenjast út, til þess eins að ferja lokaða kassa úr einni myrkvaðri geymslu í aðra rúmbetri.

Og þegar dagur er að ævikvöldi kominn fá börnin okkar það hlutskipti að fara í gegn um skápa, skúffur og hirslur. Velja hvaða arf þau vilja halda áfram að dröslast með milli sinna heima.

Lilja Birgisdóttir (f. 1983) lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hollandi árið 2007 og BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum var hún einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listtímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi sem og erlendis, meðal þeirra nýjustu má m.a. nefna samsýninguna Gróður í Berg Contemporary 2020 og einkasýninguna It´s not you it´s me í Þulu 2022. Lilja hefur unnið í mörgum miðlum og fengist við myndverk, videólist, hljóðgjörninga og ljósmyndun. Lilja var höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra,þar sem hún vann með kapteinum Reykjavíkurhafnar að því að búa til hljóðgjörning með skipaflautum 15 skipa. Lilja er partur af listakollektív-inu Fischersund sem vinnur á alþjóðlegum vettvangi og undirbýr nú einkasýningu í Norræna safninu í Seattle á þessu ári. Lilja býr og starfar í Reykjavík.

Ingibjörg Birgisdóttir (f. 1981) kláraði fornám Myndlistarskólans í Reykjavík árið 2003, útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006 og stundaði nám í tölvunarfræði í Háskóla Íslands frá 2019-2022. Hún vinnur í ýmsum miðlum eins og málun, skúlptúr, þrívíddar grafík, video og ljósmyndun. Ingibjörg hefur sýnt bæði hér heima og erlendis og tók m.a. nýlega þátt í samsýningunni Skynleikar á Hafnartorgi árið 2022. Ingibjörg hefur unnið náið með tónlistarsenunni á Íslandi og gert plötuumslög og tónlistarmyndbönd fyrir tónlistarfólk eins og Sigurrós, Jónsa, Múm, Sin Fang, Seabear, Sólay og Úlfur Úlfur. Ingibjörg er einn stofnmeðlimur og eigandi Fischersunds ilmgerðar og listasamsteypu sem meðal annarra verkefna er með staðfesta sýningu í Nordic Museum í Seattle, haust 2024. Ingibjörg býr og starfar í Reykjavík.

Listamenn: Lilja Birgisdóttir , Ingibjörg Birgisdóttir

Dagsetning:

24.02.2024 – 31.03.2024

Staðsetning:

Þula

Marshallhúsið, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur12:00 - 17:00
Fimmtudagur12:00 - 17:00
Föstudagur12:00 - 17:00
Laugardagur12:00 - 17:00
Sunnudagur14:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur