Heimsljós - líf og dauði listamanns
Ragnar Kjartansson
-2000x1125.jpg&w=2048&q=80)
Listasafn Reykjavíkur sýnir verkið Heimsljós – líf og dauði listamanns frá árinu 2015 eftir Ragnar Kjartansson.
Verkið er myndbandsinnsetning á fjórum skjáum og unnin upp úr skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness, Heimsljós (1937–40). Sagan fjallar um lífshlaup Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, niðursetnings og alþýðuskálds sem aldrei á fullkomna samleið með öðru fólki. Skáldsagan skiptist í fjórar bækur og á því byggist uppsetning myndbandsinnsetningarinnar. Árið 2025 eru 10 ár liðin frá gerð listaverksins Heimsljós og 70 ár frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin.
Listamaður: Ragnar Kjartansson
Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson